Friðheima Tómatsalt
Friðheima salt
Hér leiða íslenska handverksfyrirtækið Umami Sea Salt og Friðheimar saman hesta sína og er útkoman salt sem er einstakt í sinni röð. Tómatar innihalda umami og því tilvalið að bæta frostþurrkuðum tómötum frá Friðheimum saman við umami salt. Útkoman verður salt sem bragðbætir hvaða rétt sem er og býður upp á veislu fyrir bragðlaukana. Þetta einstaka salt heldur upp á þær sjálfbæru auðlindir, hráefni og handverk sem Ísland hefur upp á að bjóða.
Saltið er eingöngu selt á Friðheimum.
Innihald: 96% íslenskt sjávarsalt, 2% palmaria palmata, 2% frostþurrkaðir Friðheima-tómatar
Fyrirvari: Varan gæti innihaldið skelfisk í snefilmagni.
- 80 g
- Verð: 1.900 kr.