Vefverslun
Velkomin í vefverslunina okkar!
Úr eldhúsi Friðheima berst freistandi ilmur af tómötum um allt gróðurhúsið þegar Jón kokkur sýður tómatsúpu og galdrar fram sælkeravörur og matarminjagripi á borð við tómathressi, tómatgrillsósu, gúrkusalsa og tómatsultu. Allt er þetta til sölu í gestastofunni okkar og hérna á vefnum. Hér getur þú klárað kaupin og við sendum þér vöruna.