
Fjölskyldan
Friðheimar er fjölskyldufyrirtæki rekið af hjónunum Knúti og Helenu. Þau eiga fimm börn, Dórótheu, Karítas, Matthías Jens, Tómas Inga og Arnald sem taka öll virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Ásamt því taka Dóróthea og maki hennar Kristján Geir þátt í daglegum rekstri og eiga þau soninn Jökul.

„Besta tómatsúpa sem ég hef smakkað. Vingjarnlegt og skemmtilegt starfsfólk gerði alla heimsóknina ennþá betri"
Hefur þú farið út að borða í gróðurhúsi? Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar á veitingastaðnum okkar, þar sem tómatar vaxa allt um kring! Tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæði í notalegu umhverfi innan um plönturnar. Nauðsynlegt er að bóka borð fyrir fram.

Við leggjum áherslu á að rækta tómata með mestu bragðgæðum sem völ er á og í góðri sátt við náttúruna.
Tómatarnir eru ræktaðir árið um kring með fullkominni tækni á vistvænan hátt þar sem græn orka, tært vökvunarvatn og lífrænar varnir gera tómatana ferska og heilsusamlega.

Við höfum ræktað hesta í smáum stíl síðan 1995
Allt frá upphafi hefur megináhersla verið lögð á að rækta framfalleg og myndarleg hross, geðgóð með góðan vilja. Mikið er lagt upp úr góðu tölti með fótaburði og fasi, helst alhliða eða rúm klárhross.
Nú eru tvær til þrjár verðlaunaðar ræktunarhryssur í folaldseign. Keppst er við að nota eingöngu verðlaunaða stóðhesta á hryssurnar. Átta hross hafa verið sýnd í kynbótadómi og fjögur þeirra hafa fengið fyrstu verðlaun.
Hrossarækt er langtímaverkefni. Samtals eru um 40 hestar í Friðheimum.
Er ekki ótrúlegt að hægt sé að rækta grænmeti allan ársins hring á okkar kalda og dimma landi?
Þau landgæði sem skapa garðyrkju á Íslandi mesta sérstöðu eru jarðhiti og vatnsorka; tvær mikilvægustu auðlindir landsins. Í báðum tilfellum er um að ræða „græna orkugjafa“ sem hægt er að virkja með sjálfbærum hætti. Orkuberinn er í báðum tilfellum vatn, þar sem vatnsorkan nýtir stöðuorkuna en jarðhitinn varmaorkuna.





Litla tómatbúðin.
Kíktu við eða pantaðu á netinu.
Í Litlu tómatbúðinni okkar má finna alls kyns vörur framleiddar úr okkar uppskeru. Litla tómatbúðin er opin alla daga frá kl. 9:00-17:00 sem og allan sólarhringinn hér á netinu.