Fjölskyldan
Friðheimar er fjölskyldufyrirtæki rekið af hjónunum Knúti og Helenu. Þau eiga fimm börn, Dórótheu, Karítas, Matthías Jens, Tómas Inga og Arnald sem taka öll virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Ásamt því taka Dóróthea og maki hennar Kristján Geir þátt í daglegum rekstri og eiga þau soninn Jökul.
Er ekki ótrúlegt að hægt sé að rækta grænmeti allan ársins hring á okkar kalda og dimma landi?
Þau landgæði sem skapa garðyrkju á Íslandi mesta sérstöðu eru jarðhiti og vatnsorka; tvær mikilvægustu auðlindir landsins. Í báðum tilfellum er um að ræða „græna orkugjafa“ sem hægt er að virkja með sjálfbærum hætti. Orkuberinn er í báðum tilfellum vatn, þar sem vatnsorkan nýtir stöðuorkuna en jarðhitinn varmaorkuna.
Litla tómatbúðin.
Kíktu við eða pantaðu á netinu.
Í Litlu tómatbúðinni okkar má finna alls kyns vörur framleiddar úr okkar uppskeru. Litla tómatbúðin er opin alla daga frá kl. 9:00-17:00 sem og allan sólarhringinn hér á netinu.