Stefna Friðheima í jafnréttismálum er að allt starfsfólk sé jafnt, óháð kyni, kynþætti eða öðru því sem getur fallið undir sérkenni einstaklinga. Jafnréttisáætlun Friðheima hefur það yfirmarkmið að tryggja að staða kynjanna á vinnustaðnum sé jöfn.
Jafnlaunastefna Friðheima kveður á um að gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Friðheimar ásetja sér að allt starfsfólk fái greidd jöfn laun og njóti sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sem telst ómálefnalegur sé til staðar.