Hefur þú farið út að borða í gróðurhúsi?
Komdu og njóttu einstakrar matarupplifunar á veitingastaðnum okkar, þar sem tómatarnir vaxa allt um kring! Tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um plönturnar. Nauðsynlegt er að bóka borð fyrirfram.
Meistarakokkurinn
Einn af hinum mörgu góðu nágrönnum og samstarfsmönnum Friðheimahjónanna er meistarakokkurinn Jón K.B. Sigfússon. Hann hefur þróað og hannað allar afurðir Litlu tómatbúðarinnar og veitingastaðarins í samstarfi við Knút og Helenu. Jón er hokinn af reynslu og hefur starfað víða og eldað fyrir marga af þjóðhöfðingjum heimsins. Jón er líka afburðasnjall ljósmyndari og hefur tekið margar af þeim myndum sem prýða ylræktarsýninguna í gestastofunni, bæklinga og vef Friðheima.
Litla tómatbúðin
Í Litlu tómatbúðinni okkar finna alls kyns vörur framleiddar úr okkar uppskeru. Litla tómatbúðin er opin alla daga frá kl. 9:00 til 17:00 sem og allan sólarhringinn hér á netinu. Bæði er hægt að panta og sækja hjá okkur í Friðheimum og fá sent heim.