Decorative Bubble

Skilmálar

Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslun Friðheima
● Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru Friðheima til neytenda.
● Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.
● Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislögum og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
● Viðskiptavinur hefur heimild samkvæmt lögum nr. 16/2016 um húsgöngu- og fjarsölusamninga til að skila vöru innan 14 daga og fá endurgreitt án þess að tilgreina nokkra ástæðu að því gefnu að varan sé í upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila matvöru sem pöntuð er í vefverslun.

Hér eftir er seljandi, Friðheimar, Friðheimum, Bláskógabyggð, 806 Selfoss, 5701140420. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur er um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 11.

Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun. Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslunar. Enn fremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.

Verð geta breyst hjá seljanda. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram lykilkostnaður við pöntun s.s. vörur, o.s.frv. Sendingakostnaður er skv. verðskrá flutningsaðila hverju sinni. Ef sendingarkostnaður er ekki greiddur við kaup þá er rukkað skv. verðskrá flutningsaðila. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands og valinna landa erlendis. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef varan er uppseld. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bættar gagnvart viðskiptavini. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent eru á ábyrgð kaupanda.
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og hvort allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga. Eftir 30 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.

Ef varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega.

 

Persónuvernd

Allar persónulegar upplýsingar um kaupanda vegna notkunar á vefsvæði Friðheima (fridheimar.is.is) verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga eins og þær eru á hverjum tíma.

Fridheimar hafa hins vegar leyfi til að nýta eftirfarandi upplýsingar til markaðsrannsókna sem væntanlega leiða til betri þjónustu við kaupendur. Jafnframt áskilur seljandi sér rétt til að nýta þessar upplýsingar með samstarfsaðilum sínum í þeim tilgangi að bæta og til að bjóða fjölbreyttari þjónustu. Upplýsingar verða aftur á móti aldrei seldar eða gefnar þriðja aðila.

Kaupandi hefur rétt til að fá að sjá þær upplýsingar sem fridheimar.is hefur um hann. Hafi kaupandi eitthvað út á þær að setja hefur hann rétt til að fá þær leiðréttar eða afmáðar án kostnaðar.

Tölvupóstur og viðhengi hans sem starfsfólk Friðheima sendir gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupóstinum, skal fara eftir 2. mgr. 44. gr. laga nr.107/1999 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér.

Við notkun á þessari vefsíðu verða til upplýsingar um heimsóknina. Friðheimar notar þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsíðuna og upplifun notenda hennar. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða.

Vafrakökum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru greindar með því markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum.

Ef stofnaður er aðgangur á síðunni, safnast vafrakökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsins við innskráningu notenda. Nafn, netfang og símanúmer eru geymd þegar notandi skrifa athugasemd, eða sendir inn beiðni í gegnum síðuna. Þessar upplýsingar eru geymdar til að halda utan um samskiptasögu og auðvelda úrlausn fyrirspurna.

Friðheimar notar Google analytics til að safna gögnum, þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi hún varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu.