Sækja um starf
Friðheimar er fjölbreyttur, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem allt okkar starfsfólk er talið til Friðheimafjölskyldunnar. Saman ræktum við ferska tómata fyrir íslenskan markað, sköpum einstaka matarupplifun fyrir gesti okkar og deilum með þeim okkar þekkingu og ástríðu á ylrækt og hestamennsku, bæði í gróðurhúsunum og hesthúsinu.
Vilt þú verða hluti af okkar hóp? Við erum alltaf með augun opin fyrir hæfileikaríku og duglegu fólki. Sendu okkur ferilskrána þína, meðmæli og umsóknarbréf. Við fáum margar umsóknir og því biðjum við um vinsamlegast einungis fullbúnar umsóknir.
Gróðurhús
Gróðurhús
Við bjóðum upp á langtímastarf með lágmarksdvöl til eins árs.
Vinnudagar eru mánudagur til föstudags (40 tíma vinnuvika). Laun eru samkvæmt kjarasamningum og möguleiki er á húsnæði.
Helstu störf:
Tínsla og pökkun á tómötum
Afblöðun og að vefja plönturnar
Sáning og að henda út plöntum
Þrif og almennt hreinlæti
Veitingasalur
Veitingasalur/ferðaþjónusta
Möguleiki á bæði skammtíma- og langtímadvöl. Vinnudagarnir eru á vöktum sem skiptast í 4 vinnudaga (8 klst á dag) og 2 frídaga. Laun eru samkvæmt kjarasamningum og möguleiki er á húsnæði.
Helstu störf:
Þjóna til borðs, útskýra matseðil og þjónusta gesti.
Taka á móti hópum og kynna fyrir þeim gróðurhúsin.
Barþjónusta, undirbúa drykki og að taka við greiðslum.
Uppvask og þrif.
Vínstofa
Vínstofa
Möguleiki á bæði skammtíma- og langtímadvöl. Vinnudagarnir eru á vöktum sem skiptast í 4 vinnudaga (8 klst á dag) og 2 frídaga. Laun eru samkvæmt kjarasamningum og möguleiki er á húsnæði.
Helstu störf:
Þjóna til borðs, útskýra matseðil og þjónusta gesti.
Barþjónusta, undirbúa drykki og að taka við greiðslum.
Uppvask og þrif.
Eldhús
Eldhús
Möguleiki á bæði skammtíma- og langtímadvöl. Vinnudagarnir eru á vöktum sem skiptast í 4 vinnudaga (8 klst á dag) og 2 frídaga. Laun eru samkvæmt kjarasamningum og möguleiki er á húsnæði.
Undirbúa mat og drykki, matarminjagripi og bakstur brauðs.
Framreiðsla á mat og þjónusta við hlaðborð.
Uppvask og þrif.
Hesthús
Hesthús
Möguleiki á bæði skammtíma- og langtímadvöl fyrir þá sem hafa góða þekkingu og reynslu á íslenska hestinum. Vinnudagarnir eru á vöktum sem skiptast í 4 vinnudaga (8 klst á dag) og 2 frídaga. Laun eru samkvæmt kjarasamningum og möguleiki er á húsnæði.
Helstu verkefni:
- Taka á móti hópum, sýna íslenska hestinn bæði einan í reið og í hestasýningum.
- Almenn gegning í hesthúsi
- Þjálfun og umhirða hesta